CHAR-BROIL

GRILLVARPIÐ

Velkomin á Grillvarpið, hlaðvarp um grill. Hér fylgjumst við með félögunum Bjarka Gunnarssyni meistarakokki og Kristjáni Einari Kristjánssyni alþýðuprins og ökuþór spjalla saman á léttum nótum um leið og kokkurinn leiðbeinir Kristjáni við grillið. Báðir þessir grillarar nota Char-Broil grill með TRU-infrared tækninni og geta ekki hugsað sér að nota neitt annað. Félagarnir tveir taka sig ekki alltof hátíðlega og um leið og lærlingurinn Kristján fetar grillslóðirnar með meistara sínum Bjarka læra hlustendur af þeim báðum.

Apple Podcasts   Spotify

  • 24.03.2020
    Ferðahelgi framundan – grilluð svinarif í heimalagaðri BBQ-sósu
    Í þessum þætti má heyra hvernig gott er að undirbúa ferðahelgi. Til að geta slegið svolítið um sig þegar mætt er á staðinn, sjáiði til. Vera flottastur – á tjaldstæðinu eða bústaðahverfinu! Ýmsan mat er gaman að gera frá grunni og það getur orðið svo miklu miklu betra þannig. Tékkið á hvað þeir félagar brölluðu í þessu Grillvarpi.
    Heimalöguð BBQ sósa

    Heimalöguð BBQ sósa

    Í þessum þætti má finna uppskrift af heimalagaðri bbq sósu, svínarifjum, kjúklingavængjum og svínasíðu og svo frábærum eftirrétt með Lindu buffi, kókosbollum og ávöxtum! Skoðið uppskriftina að sósunni hér fyrir neðan:

    1 klst. fjöldi x 4

    Heimalöguð BBQ sósa

    Hráefni:

    2 fersk chili rauð
    ½ paprika rauð
    ½ paprika græn
    ½ hvítlaukur
    1 rauðlaukur
    Smá olía
    1 lítill bjór
    1 msk worcestershire sósa
    60 ml eplaedik
    1 msk birkisalt/ hafsalt
    1 tsk piparblanda
    500g hakkaðir tómatar
    130g púðursykur
    Safi úr ½ ferskri sítrónu
    Rifinn börkur af ½ ferskri sítrónu

    Eldun

    Allt soðið rólega í um 1 klst. Sett í matvinnsluvél og maukað. Sett aftur í pottinn og soðin í þá þykkt sem óskað er eftir. Smakkið til með birkisalti, svörtum pipar, sítrónusafa og púðursykri.

    Fyrir vængi bætið þá við 1 stk ferskum chili grænum, 1 stk ferskum chili rauðum, 2 tsk fjallasalti og hafsalti

    Saxið mikið aðeins í olíu og blandið síðan saman við BBQ sósu

     

     

    Skoða allar uppskriftir